Dagur 43

Svalur morgunn í byrjun en varð mjög heitur þegar leið á. Enþá bara sprækur 774 km komnir


Dagur 42

Svalt veður frábært hlaupaveður. Er enn með mikla orku fyrir meira. 756 km komnir. Miðað við þjóðveg 1 þá er ég kominn framhjá Akureyri og Mývatni og Egilstöðum og nýkominn yfir Öxi.


Dagur 41

Gott veður og enn bara nokkuð sprækur og á marga daga inni. Spáin er góð fyrir næstu daga. 738 km komnir


Dagur 40

Mjög heitur dagur. Byrjaði snemma í morgun við sólarupprás til þess að losna við mesta hitann. Sem betur fer hvessti mikið um leið og hitnaði þannig að hitinn varð bærilegri. Spáin er svalir dagar út vikuna þannig að ég er laus við hitann í bili. 720 km búnir. Enn þokkalega hress og engin meiðsli


Dagur 39

Byrjaði sem mjög heitur dagur en skánaði síðan. Ský komu yfir himininn og kældi mig niður. Bara þokkalega hress enþá. Rauf 700 km múrinn í dag 702 km búnir


Líkaminn

Svona verkefni reynir á líkamann. Liðir eru bara fínir og vöðvar og sinar. Næ recovery fyrir þessa hluta mjög vel. Hins vegar hef ég tekið eftir skrýtnum hlut. Ég pissa rosalega mikið. Alltaf pissandi og mikið í einu. Blöðruvandamál einkennast oftast á að fólk þarf að pissa en geta svo ekki pisað þegar það reynir. Þetta er ekki þannig. Magnið af þvagi er svakalegt. Hvaðan kemur allt þetta vatn.  Ég hef upplifað svona áður og veit til þess að ultrahjólreiðafólk upplifir svona nokkra daga á eftir langan hjólatúr. Þetta er líklega ósköp eðlilegt og ekkert til að vera stressaður yfir nema ef þetta verður til þess að ég missi of mikið vatn. Ég passa sölt og drekk líka slatta af vökva þannig að þetta pissuvesen háir mér ekkert. Og líklega hverfur þetta alveg næstu daga þegar hitinn eykst úti


Dagur 38

Heitt í dag. Var með derhúfu til að hindra sólsting á hlaupunum. Var í að stylla hana allt hlaupið. Hitti fullt af hjólreiðafólki á leiðinni. Var þreyttur í þessari ferð en ekkert til að vera stressaður yfir. 684 km búnir


Kælikerfi

Hér í flórída er oft heitt og hiti er mest hamlandi faktrorinn í hlaupi og hjólreiðum úti. Þess vegna er planið hjá mér að klára hjólið og hlaupið í endan júní eða byrjun júlí. Og synda í innisundlaug á heitasta tímanum í júlí og ágúst. Þótt ég verði inni að synda í mesta hitanum munu næstu mánuðir vera mjög heitir og rakir. Ég er með allskonar kerfi til þess að eiga við hita. Ég passa upá sölt sem halda vatni í líkamanum. Undir venjulegum kringumstæðum þá þarf ekkert að hugsa um sölt en þegar hitinn er kominn yfir 30 stig og 100% raki þá fer salt inntaka að skipta lykil máli. Síðan er ég með derhúfu á höfðinu og í henni er ég með innlegg sem sett er í hana og kælir mig niður. Þegar ég byrja að hjóla mun ég vera með TT hjálm með þessu kæliefni líka. Ef ég lendi í hitavandræðum þrátt fyrir að vera með þessar kæliaðferðir þá er ég með nýja aðferð til vara. Það er búningur með bakpoka. i búningnum er vatnsrörakerfi sem fer í gegnum kælibúnað í bakpokanum sem gengur fyrir rafmagni. Rafmagnið er knúið áfram að batteríi sem dugar á einni hleðslu í 4 tíma. Ég þyrfti líklega 2 svona galla. Ég hef á tilfinningunni að ég þurfi ekki að nota gallann fyrr en rétt í lokin þegar hitinn er farinn að nálgast 40 stig á morgnana.


Dagur 37

Heitur dagur. Byrjaði daginn snemma til að losna við hitann. Var svolitið hægur í lokin en ekkert alvarlegt. 666 km búnir. Skemmtileg tala....


Dagur 36

Háfnaður með hlaupakaflann á heimsmetinu. Bara hress og á mikið inni enn og meiðslaleus. Núna fer að hitna í Miami. Ég mun prófa efni sem sett er í húfur og hjólahjálma sem kælir mig í miklum hitum. Alveg nýtt kerfi. Ég mun byrja að prófa það á mánudaginn og mun hjóla með þetta líka þegar ég byrja að hjóla. Forvitinn að prófa það. Man ekki nafnið á fyrirtækinu sem framleiðir það. Skal setja það hérna í næstu viku. 648 km komnir 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Ég er að taka lengstu þríþraut í heimi samkvæmt Guinness. alls 6649 km. 

Mars 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband