Kælikerfi

Hér í flórída er oft heitt og hiti er mest hamlandi faktrorinn í hlaupi og hjólreiðum úti. Þess vegna er planið hjá mér að klára hjólið og hlaupið í endan júní eða byrjun júlí. Og synda í innisundlaug á heitasta tímanum í júlí og ágúst. Þótt ég verði inni að synda í mesta hitanum munu næstu mánuðir vera mjög heitir og rakir. Ég er með allskonar kerfi til þess að eiga við hita. Ég passa upá sölt sem halda vatni í líkamanum. Undir venjulegum kringumstæðum þá þarf ekkert að hugsa um sölt en þegar hitinn er kominn yfir 30 stig og 100% raki þá fer salt inntaka að skipta lykil máli. Síðan er ég með derhúfu á höfðinu og í henni er ég með innlegg sem sett er í hana og kælir mig niður. Þegar ég byrja að hjóla mun ég vera með TT hjálm með þessu kæliefni líka. Ef ég lendi í hitavandræðum þrátt fyrir að vera með þessar kæliaðferðir þá er ég með nýja aðferð til vara. Það er búningur með bakpoka. i búningnum er vatnsrörakerfi sem fer í gegnum kælibúnað í bakpokanum sem gengur fyrir rafmagni. Rafmagnið er knúið áfram að batteríi sem dugar á einni hleðslu í 4 tíma. Ég þyrfti líklega 2 svona galla. Ég hef á tilfinningunni að ég þurfi ekki að nota gallann fyrr en rétt í lokin þegar hitinn er farinn að nálgast 40 stig á morgnana.


Dagur 37

Heitur dagur. Byrjaði daginn snemma til að losna við hitann. Var svolitið hægur í lokin en ekkert alvarlegt. 666 km búnir. Skemmtileg tala....


Bloggfærslur 17. mars 2018

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Ég er að taka lengstu þríþraut í heimi samkvæmt Guinness. alls 6649 km. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband