Dagur 39

Byrjaði sem mjög heitur dagur en skánaði síðan. Ský komu yfir himininn og kældi mig niður. Bara þokkalega hress enþá. Rauf 700 km múrinn í dag 702 km búnir


Líkaminn

Svona verkefni reynir á líkamann. Liðir eru bara fínir og vöðvar og sinar. Næ recovery fyrir þessa hluta mjög vel. Hins vegar hef ég tekið eftir skrýtnum hlut. Ég pissa rosalega mikið. Alltaf pissandi og mikið í einu. Blöðruvandamál einkennast oftast á að fólk þarf að pissa en geta svo ekki pisað þegar það reynir. Þetta er ekki þannig. Magnið af þvagi er svakalegt. Hvaðan kemur allt þetta vatn.  Ég hef upplifað svona áður og veit til þess að ultrahjólreiðafólk upplifir svona nokkra daga á eftir langan hjólatúr. Þetta er líklega ósköp eðlilegt og ekkert til að vera stressaður yfir nema ef þetta verður til þess að ég missi of mikið vatn. Ég passa sölt og drekk líka slatta af vökva þannig að þetta pissuvesen háir mér ekkert. Og líklega hverfur þetta alveg næstu daga þegar hitinn eykst úti


Bloggfærslur 19. mars 2018

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Ég er að taka lengstu þríþraut í heimi samkvæmt Guinness. alls 6649 km. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband