10.3.2018 | 18:55
Dagur 30
Mætti fullt af hjólaólki eins og oft á laugardagsmorgnum. Gaman að því Eftir 30 daga þá líður mér bara allt í lagi. Engin meiðsli. Og strava segir mér að ég sé að auka hraðann. Er ekki að reyna það. 540 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2018 | 18:57
Dagur 29
Kaldur morgunn á flórída mælikvarða. Fór í blússu utanyfir hlaupafötin. Fyrsta skipti sem ég hef þurft þess. Snúran fyrir headphones bilaði þannig að ég verð að verða án þess í nokkra daga. Heilsan er góð og bara gaman að þessu. 522 km búnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2018 | 18:45
Dagur 28
Heilsan miklu betri. Líkaminn búinn að skila pillunum út. Gott veður líka. Svalt á flórída vísu og hressandi. Ég er í dag kominn yfir 500 km hlaupandi í þessu verkefni. Réttara sagt 504 km. Verð hálfnaður í næstu viku sem er áfangi.Hlaupið er tæknilega erfiðasta í þríþrautinni. Það er auðvelt að meiðast á hlaupum þegar engir hvíldardagar eru teknir. Hjólið er þægilegra því að meiðslahætta er mun minni. Sundið má eiginlega líta á sem nudd eftir allt erfiðið sem á undan er gengið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2018 | 18:38
Dagur 27
Var þreyttur í dag. Ástæðan er svolítið skrýtin. Þegar ég labbaði stranvegahringinn fékk ég beinhimnubólgu á sköflunginn rétt í lokin á snæfellsnesi. Mamma talaði við lækni og hann skrifaði uppá liðaktin. Það virkaði mjög vel. Sársaukinn hætti og ég varð góður á fáum dögum. Liðaktin er ekki til lengur en það eru til efni sem á að virka eins. Hugmynd mín var að kaupa svoleiðis fyrir hlaupalegginn núna og byrja að taka það áður en ég fæ beinhimnubólgu. Ég prófaði gamlar töflur. fyrir nokkrum vikum og leið mjög illa daginn eftir. Ég hélt fyrst að töflurnar hefðu verið of gamlar og verkunin orðið önnur. Þannig að ég keypti nýjan skammt sem ég byrjaði að taka í gær. í dag var ég mjög stífur og illa fyrir kallaður. Líklega hef ég ofnæmi gegn nýju lyfjunum. Verð þá bara að sleppa þessu og þrauka það út ef beinhimnubólga byrjar. Annars er ég bara hress. Var í viðtali við morgunblaðið í morgun. Þeir stefna á að birta grein um heimsmetið um helgina. 486 km komnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2018 | 20:21
Dagur 26
Veðrið heldur áfram að vera mjög gott. Tók ekki eftir fuglunum vinum mínum. Verkamenn á leiðinni gáfu mér leyfi til að nota kamar hjá sér. Frábært að geta notað þá aðstöðu ef á þarf að halda. Þurfti það núna í þessarri ferð. 468 km búnir. Þannig að ég er kominn til akureyrar ef ég væri á íslandi á þjóðvegi 1
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2018 | 21:09
Dagur 25
Gott veður og gaman að hlaupa þetta. Fuglinn sem hefur verið að elta mig hefur fengið félaga og þeir eru núna orðnir 2.Þetta er skrautlegt. Gaman að fylgjst með þeim á næstu hlaupum minum næstu daga. Enþá bara hress og á enn mikið inni. 450 km komnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2018 | 18:23
Dagur 24
Ágætis veður. Einn af bestu veðurdögum hingað til. Ég hleyp yirleitt 18 km á dag. Og daginn í dag líka. Smá stingir hér og þar en ekkert til að hafa ahyggjur af. Hef tekið eftir því að fugl eltir mig stundum hluta af leiðinni. Þetta er hvítur fugl af tegundinni Ibis og er mjög spakur við mig. Labbar stundum á móti mér á gangstéttum. En yfirleitt flýgur hann fram og til baka og kringum mig.Gaman að því. 432 km komnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2018 | 01:26
um heimsmet í lengstu þríþraut
Ákvað að stofna blogg á íslensku líka um tilraun mína til þess að taka heimsmet í lengstu þríþraut í heimi. Ég byrjaði 9 febrúar og er búinn með 414 km af hlaupaleggnum. Ég stefni á að klára hlaupalegginn 23 apríl og fer þá að hjóla.
Hlaupaleggurinn er alls 1295 km
Hjólreiðaleggurinn er alls 5152 km
sundleggurinn er alls 200 km.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Eggert Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar