Kælikerfi

Hér í flórída er oft heitt og hiti er mest hamlandi faktrorinn í hlaupi og hjólreiðum úti. Þess vegna er planið hjá mér að klára hjólið og hlaupið í endan júní eða byrjun júlí. Og synda í innisundlaug á heitasta tímanum í júlí og ágúst. Þótt ég verði inni að synda í mesta hitanum munu næstu mánuðir vera mjög heitir og rakir. Ég er með allskonar kerfi til þess að eiga við hita. Ég passa upá sölt sem halda vatni í líkamanum. Undir venjulegum kringumstæðum þá þarf ekkert að hugsa um sölt en þegar hitinn er kominn yfir 30 stig og 100% raki þá fer salt inntaka að skipta lykil máli. Síðan er ég með derhúfu á höfðinu og í henni er ég með innlegg sem sett er í hana og kælir mig niður. Þegar ég byrja að hjóla mun ég vera með TT hjálm með þessu kæliefni líka. Ef ég lendi í hitavandræðum þrátt fyrir að vera með þessar kæliaðferðir þá er ég með nýja aðferð til vara. Það er búningur með bakpoka. i búningnum er vatnsrörakerfi sem fer í gegnum kælibúnað í bakpokanum sem gengur fyrir rafmagni. Rafmagnið er knúið áfram að batteríi sem dugar á einni hleðslu í 4 tíma. Ég þyrfti líklega 2 svona galla. Ég hef á tilfinningunni að ég þurfi ekki að nota gallann fyrr en rétt í lokin þegar hitinn er farinn að nálgast 40 stig á morgnana.


Dagur 37

Heitur dagur. Byrjaði daginn snemma til að losna við hitann. Var svolitið hægur í lokin en ekkert alvarlegt. 666 km búnir. Skemmtileg tala....


Dagur 36

Háfnaður með hlaupakaflann á heimsmetinu. Bara hress og á mikið inni enn og meiðslaleus. Núna fer að hitna í Miami. Ég mun prófa efni sem sett er í húfur og hjólahjálma sem kælir mig í miklum hitum. Alveg nýtt kerfi. Ég mun byrja að prófa það á mánudaginn og mun hjóla með þetta líka þegar ég byrja að hjóla. Forvitinn að prófa það. Man ekki nafnið á fyrirtækinu sem framleiðir það. Skal setja það hérna í næstu viku. 648 km komnir 


Dagur 35

Gott veður. Svalt og hressandi.Á morgun verð ég hálfnaður með hlaupalegginn 630 km búnir og enn hress


Dagur 34

Mjög hressandi dagur. Svalt veður og svo fékk ég mér nýjan headphone fyrir tónlistina sem ég hleyp með. Virkar gríðarlega vel. Flaug áfram og skemmti mér vel. Rauf 600 km múrinn í dag. 612 km komnir í hús.


Heimsmetið

Það sem ég er að gera er að taka heimsmet í lengstu þríþraut í heimi. Núverandi heimsmet er í eigu Norma Bastitas 4983 km. Ég ætla að klára 6649 km. Inn í metinu mínu eru eftirfarandi met sem ég er að taka líka

Lengsta tvíþraut í heimi.Duathlon 6449 km. Tvíþraut byggist á hlaupi og hjóli og síðan hlaupi aftur. Ég er búinn að fá staðfestingu hjá Giunness að ég geti tekið tvíþrautarmetið líka.

ég er að sækja um hjá Guinness eftirfarandi met sem eru innifalin í þríþrautatilrauninni

Heimsmet í 100 km skriðsundi

Heimsmet í 200 km skriðsundi.

Síðan er ég mjög nálægt öðtu heimsmeti sem er fjöldi hálf marathona dag eftir dag. Núverandi heimsmet er 57. Hringurinn minn er ekki nema 18 km en ekki 21 þannig að ég næ ekki að taka þetta met í þessarri tilraun. En ég gæti gert það seinna. Ég mun hlaupa hringinn minn 87 sinnum.


Dagur 33

Kaldur morgunn á flórida mælihvarða 15 stig. Hitnaði þá fljótt. Ágætis dagur til að hlaupa.  594 km búnir og enn bara hress


Dagur 32

Þessi dagur einkenndist af miklu þrumuveðri. Í morgun var eldingaveður og  fram eftir morgni en spáin var síðan að mesta veðrið muni fara yfir sunnan við mig. Ég ákvað þess vegna að byrja seinna en vanalega. Það reddaðist. Náði að klára daginn í sæmilegu veðri. Aðeins rigning í lokin en slapp við eldingaveðrið.  576 km komnir


Gervihnattartæki

Fyrir þá sem vilja fylgjast með mér live er ég með SPOT3 gervihnattartæki. Ég kveiki á því rétt áður en ég byrja hvern dag. Það virkar oftast ágætlega nema þegar batteríðið klárast. Ég reyni að passa upp á það reglulega en gleymi því stundum.https://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0glgWOjDqFpstyWDpdeFau8IUyEI9zYqY


Dagur 31

Spáin var mjög slæm. Þrumur og eldingar í allan dag og rigning. Síðan leit ég út um gluggann og skoðaði gervihnattamyndir af veðrinu. Þá sá ég að spáin mín um gott veður er betri en veðurspáin. Þannig að ég laggði af stað.Það haðfði rignt í nótt og mikill hiti og rakt. Þannig aðstæður munu verða normal fljótlega. Ágætis dagur. Ákkúrat 1 mínutu eftir að ég kom inn kom skýfall. 558 km komnir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Ég er að taka lengstu þríþraut í heimi samkvæmt Guinness. alls 6649 km. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband