Dagur 45

Ágætis hlaupadagur. Fór framhjá sjávarrétta veislu sem var á leiðinni.Bara gaman að því. Klauf 800 km múrinn í dag. Núna fer að styttast í annan endann á hlaupaleggnum mínum. 810 km komnir


Þegar fólk varð hrætt við mig

Ég byrjaði að hlaupa 9 febrúar. Um viku síðar vrð skotarás hér í flórida þar sem nemandi drap 17 nemendur og særðu fleiri.Ég hleyp með video kameru á höfðinu og snúru úr henni í batterí í vasanum á hlaupagallanum mínum. Lítur mjög undarlega út. Hef ekki séð nokkurn mann nota svona búnað á hlaupum.Eftir skotárásina stoppaði löggan mig og spurði mig hvað ég væri að gera. Margar hræddar húsmæður horfðu á mig skefldar. Það var mikil hræðsla í þjóðfélaginu eftir árásina og þessi hræðsla beindist að öllum sem skera sig úr. Og ég skar mig úr svo sannarlega. Ég gat ekki hætt og tekið hlé á metinu mínu svo nú voru góð ráð dýr. Var að vellta því fyrir mér að hlaupa á næturnar í smá tíma til að losna við hræddar húsmæður og að vera drepinn af lögreglunni. En leist samt ekkert á það. Allt í einu datt mér í hug að láta bæjarstjórann minn vita af þessu vandamáli. Ég hjóla með honum um helgar og þekki hann ágætlega. Hann brást vel við og skrifaði stóra grein með mynd af mér með allan bunaðinn á heimasíðuna sína og heimasíður sem tengjast skolamálum. Kom mjög vel út. Þannig að núna heilsar fólk mér úti á götu og veit hvað ég er að gera.


Dagur 44

Hressandi dagur. Passlegt hitastig og bara gaman að hlaupa. Hitti fullt af hjólreiðafólki sem ég hjóla stundum með um helgar áður en ég byrjaði á þessu meti. 792 km komnir. Mun kljúfa 800 km múrinn á morgun.


Dagur 43

Svalur morgunn í byrjun en varð mjög heitur þegar leið á. Enþá bara sprækur 774 km komnir


Dagur 42

Svalt veður frábært hlaupaveður. Er enn með mikla orku fyrir meira. 756 km komnir. Miðað við þjóðveg 1 þá er ég kominn framhjá Akureyri og Mývatni og Egilstöðum og nýkominn yfir Öxi.


Dagur 41

Gott veður og enn bara nokkuð sprækur og á marga daga inni. Spáin er góð fyrir næstu daga. 738 km komnir


Dagur 40

Mjög heitur dagur. Byrjaði snemma í morgun við sólarupprás til þess að losna við mesta hitann. Sem betur fer hvessti mikið um leið og hitnaði þannig að hitinn varð bærilegri. Spáin er svalir dagar út vikuna þannig að ég er laus við hitann í bili. 720 km búnir. Enn þokkalega hress og engin meiðsli


Dagur 39

Byrjaði sem mjög heitur dagur en skánaði síðan. Ský komu yfir himininn og kældi mig niður. Bara þokkalega hress enþá. Rauf 700 km múrinn í dag 702 km búnir


Líkaminn

Svona verkefni reynir á líkamann. Liðir eru bara fínir og vöðvar og sinar. Næ recovery fyrir þessa hluta mjög vel. Hins vegar hef ég tekið eftir skrýtnum hlut. Ég pissa rosalega mikið. Alltaf pissandi og mikið í einu. Blöðruvandamál einkennast oftast á að fólk þarf að pissa en geta svo ekki pisað þegar það reynir. Þetta er ekki þannig. Magnið af þvagi er svakalegt. Hvaðan kemur allt þetta vatn.  Ég hef upplifað svona áður og veit til þess að ultrahjólreiðafólk upplifir svona nokkra daga á eftir langan hjólatúr. Þetta er líklega ósköp eðlilegt og ekkert til að vera stressaður yfir nema ef þetta verður til þess að ég missi of mikið vatn. Ég passa sölt og drekk líka slatta af vökva þannig að þetta pissuvesen háir mér ekkert. Og líklega hverfur þetta alveg næstu daga þegar hitinn eykst úti


Dagur 38

Heitt í dag. Var með derhúfu til að hindra sólsting á hlaupunum. Var í að stylla hana allt hlaupið. Hitti fullt af hjólreiðafólki á leiðinni. Var þreyttur í þessari ferð en ekkert til að vera stressaður yfir. 684 km búnir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Ég er að taka lengstu þríþraut í heimi samkvæmt Guinness. alls 6649 km. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband