Dagur 54

Bara hress og flaug áfram. á greinilega helling inni enn. 972 km komnir


Dagur 53

Heitt í morgun. Enn bara hress en farinn að fara hægar yfir 954 km komnir


Dagur 52

Heitt veður. byrjaði bara sprækur og allt of hratt. Fann fyrir því í lokin. Annars bara þokkalegur 936 km komnir


Dagur 51.

Ágætis dagur. hitti fullt af hjólafólki eins og oft á laugardögum. 918 km komnir


Dagur 50

Heitur dagur. Er að prófa efni sem á að kæla mig niður. Held  það virki. Núna er ég aðeins 230 km frá heimsmeti Normu Basistas. 900 km komnir og enn furðu sprækur


Dagur 49

Hressandi dagur. Mjg gott hlaupaveður. Ég er að prófa kælivörur frá fyrirtæki sem býr til kæliinnlegg til að setja í húfur og hjálma og kæla höfuðið niður. Prófaði það í dag. Held að það virki ágætlega. Var hressari en vanalega. Mun hlaupa með það næstu vikur. Síðan er ég að lenda í basli með hálsvöðvana. Þetta er þannig að þeir verða slappir og ég á erfitt að halda haus. Fæ flugvélakodda á laugardaginn sem ég mun nota restina af hlaupaleiðinni. Annars bara hress 882 km komnir


Dagur 48

Ágætis dagur. Maginn kominn í lag aftur og bara hress 864 km komnir


Heimsmet 13 april

Þann 13 apríl verð ég búinn með 1152 km hlaupandi sem er yfir núgildandi heimsmets hlaupavegalengd sem er 1138.3 km. Ég held síðan áfram aðhlaupa framtil 25 apríl og verð þá búinn að hlaupa 1368 km og mun þá bæta hlaupametið um 230 km. 26 april mun ég byrja að hjóla. Í raun var markmiðið að hlaupa 1291 km. Hins vegar Lenti ég í basli með video vélina mína og einn dagur lenti ég í gps leiðindum. Ef Guinness eru strangir þá missi ég þá daga. Ef þeir eru ekki strangir mun ég fá þessa daga gilda.  Þannig að ef ég er heppinn verður hlaupaleggurinn 1368 km. Ef ég er ekki heppinn og Guinness tekur af mér þessa daga þá mun ég hlaupa 1291 km. 


Dagur 47

Rok í dag og það kældi mig niður. Bara mjög gott. Var með magapínu og slappur en kláraði daginn. 846 km komnir


Dagur 46

Ágætis veður. Sá risa snák á leiðinni. Og síðan sá ég eitthvað sem líktist Coyote sem er dýr sem er nýtt á þessum slóðum 828 km komnir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Ég er að taka lengstu þríþraut í heimi samkvæmt Guinness. alls 6649 km. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband