13.4.2018 | 17:52
Dagur 64 Heimsmet
Heitur dagur. Enn bara hress. Ég er kominn yfir núverandi heimsmet.Núna Mun ég stækka heimsmetið með hverjum deginun. 1152 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2018 | 18:14
Dagur 63
Er orðinn hægari. Það má búast vi því eftir 63 daga í röð með nánast hálft marathon á dag. Svalt í morgun og hressandi hlaupaveður. Eins og best verður á kosið. Á morgun mun ég fara yfir núverandi heimsmet. 1134 km komnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2018 | 19:12
Dagur 62
Ágætis veður. Svalara en undanfarið og bara fínt hlaupaveður. 1116 km komnir. Kominn yfir 1100 km og stefni á að fara yfir núverandi heimsmet á föstudaginn 1138.7 er hlaupaleggur nuverandi heimsmets en ég enda föstudaginn í 1152 km. Allt að koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2018 | 22:17
Dagur 61
Heitur dagur. Er með kælikerfi sem ég nota á svona heitum dögum. Virkaði mjög vel í dag og hélt mér köldum. 1098 km komnir og bara hress enþá
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2018 | 18:29
Dagur 60
Heitur dagur. Enn bara hress. Fjölmiðlar í usa eru búnir að vera að skrifa um mig. Er í flestum miðlum í usa núna. 1080 km komnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2018 | 20:19
Dagur 59
Bölvað vesen á mér. Tánögl var að stríða mér. Reddaði því með að vefja sælgætisbréfir um nöglina. Lagaði þetta þegar heim var komið og þetta er komið í lag. 1062 km komnir og bara hress enþá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2018 | 18:04
Dagur 58
Heitur dagur.Aðeins þreittari en vanalega á þessu hlaupi. En líklega ekkert að stressa sig yfir. 1044 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2018 | 18:25
Dagur 57
Ágætis dagur. Enn bara hress. Fékk að fara á klósetið aftur eftir vesenið í gær. 1026 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2018 | 20:13
Dagur 56
Gerðist margt á þessu hlaupi. Byrjaði í hita og lenti síðan í að fá mjög hraðar hægðir. Náði ekki á klósettið enda var það í 5 km fjarlægð. komst á klósettið fyrir rest og varð að hreinsa mig eins og ég gat þar. Vona að mér verði ekki hent þaðan út þegar ég fer á klósettið á morgun. Svona getur gerst á lögngum hlaupum og í raun ekkert hægt að gera neitt í því. Svona gerist líka á hjólreiðum. Það er bara ekki talað neitt um þetta. Ég er að gefa lesendum innsýn inn í reynsluheim ultrafólks sem hefur verið öðrum hulinn. 1008 km komnir og bara hress.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2018 | 18:53
Dagur 55
Heitur dagur. Þessi dagur er 55 dagurinn í röð sem ég hleyp. Það eru ekki margir í heiminum sem hafa gert svona. Heimsmetið í að hlaupa 21 km dag eftir dag er 57 dagar. Síðasti hlaupadagurinn minn verður 25 apríl þannig að ég verð kominn langt yfir 57 daga. Verð kominn með í kringum 70 hlaupadaga áður en ég byrja á hjólinu. 990 km komnir. Á morgun mun ég kljúfa 1000 km múrinn hlaupandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Eggert Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar