22.4.2018 | 21:04
Dagur 73
Byrjaði hlaupið seinna vegna rigningaveðurs. Spáin var að hún muni hætta seinna í morgun. Það var rétt. Kom hlaupaleggnum í nýju heimsmeti yfir 1300 km 1314 km komnir og bara hress
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2018 | 20:45
Dagur 72
ágætis veður í dag. Farinn að hlakka til að fara að hjóla. mun kljúfa 1300 km múrinn á morgun. 1298 km komnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2018 | 17:57
Dagur 71
Fínn dagur. Heitt en líður bara vel. 1278 km komnir.
hjólið komið í tunup á verkstæði og allt að verða reddy fyrir hjólalegginn. Fór meira að segja í klippingu í vikunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2018 | 19:50
Dagur 70
Farið að vera heitt. Öll kælikerfin sem ég er með virka fínt og hélt mér ferskum. Eftir 70 samfellda hlaupadaga með nálægt hálf marathoni per dag er ég furðu hress. Ég er enn með sama hálsvandamálið sem var að hrjá mig um daginn en með tegjum og hvíld þá næ ég að halda því í skefjum. En undirniðri finn ég að þetta er ekki gott. hjólið og sundið reynir ekki mikið á þetta svæði þannig að þetta mun ekki hafa nein áhrif á það. Síðan er ilin að detta af... Viðbrögð líkamans við höggum og nuddi er að búa til skel. Skinn sem þykknar. Ég er kominn með gríðarlega þykkt skinn undir ilina. Fyrir 2 dögum fékk ég sting undir ilina undir skelinni. Þegar ég fór að skoða hvað er að valda þessum sting er að ég finn að skelin er laus og er að detta af. Ég redda þessu með sterkum plástri. Ég hef enga tru á að þetta hafi nokkur áhrif á hjólið og ekki sundið heldur. Ég á bara 11 daga eftir af hlaupunum þannig að ég þrauka þetta. 1260 km komnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2018 | 17:50
Dagur 69
Hlýtt aftur. Kælikerfið mitt virkar vel í svona veðri. Leið bara vel og enn hress. Fer í klippingu í dag og að undirbúa sundhlutann. Hef ekki haft tíma í það fyrr en núna. 1242 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2018 | 18:53
Dagur 68
Fínn dagur. Veðrið svalt og gott. Enn hress og án meiðsla. 1224 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2018 | 21:24
Strategian framundan
Hér er metið eins og ég sé það spilast. Ég er núna nú þegar kominn yfir núverandi heimsmet í hlaupahlutanum. Ég er í ágætis haupastuði og ágætis veðursspá framundan til hlaupa. Þannig að ég er að vellta því fyrir mér að hlaupa út apríl. Síðasti hlaupadagurinn minn verður þá mánudagurinn 30 april.
Hérna eru tölurnar
Hlaup. 1452.45 km gamla metið 1138.7 km
Hjólið 5774 km gamla metið 3692 km
Sundið 224 km Gamla metið 152 km
Alls 7450 km Gamla metið 4983 km
Síðasti dagurinn mun verða 14 ágúst.
Til þess að gera sér grein fyrir þessu betur þá er hjólaleggurinn í mínu meti lengri en allt gamla metið samanlaggt. nýja metið er 2467 km lengra en það gamla sem er næstum 2 hringir í kringum ísland á þjóðvegi 1
Heildar metið mitt verður næstum 6 hringvegir um þjóðveg 1
Hjólaleggurinn verður 4 og hálfur hringvegir um þjóðveg 1
hlaupaleggurinn verður rétt rúmur 1 hringvegur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2018 | 18:29
Dagur 67
Mun svalara í morgun en síðustu daga. Fábært að fá svona daga. Spáin er svona svalt veður næstu daga sem er frábært. Ég er kominn yfir 1200 km múrinnn hlaupandi sem er líka heimsmet. 1206 km komnir og bara hress
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2018 | 18:08
Dagur 66
Nú er farið að vera heitt. Sem betur fer á ég bara rúma viku eftir á hlaupunum. Því að þegar maður er að hjóla þá fer maður hraðar yfir og loftsmótstaðan kælir mann niður á heitum dögum. Á hlaupum fer maður svo hægt að það er nánast engin loftsmótstaða til að kæla. Annars bara hress 1188 km komnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2018 | 18:03
Dagur 65
Ágætur dagur. Heitt í lokin en ekkert alvarlegt. Enn hress 1170 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Eggert Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar