29.4.2018 | 23:11
Dagur 80
Orðið heitt í Maiami. síðasti hlaupadagurinn á morgun og á þriðjudaginn byrjar hjólaleggurinn. 1440 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2018 | 22:44
Dagur 79
Ágætis dagur og veður. 1422 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2018 | 00:35
Pælingar um löng hlaup
Núna er ég búinn að hlaupa næstum hálfmaraþon á dag í 78 daga í röð. Heimsmetið í að fara hálf marathon dag eftir dag er 53 dagar í röð. Ég er furðu hress. Engin meiðsli í löppunum en er orðinn ansi slappur í öxlunum og hálsinum. Líkaminn virðist borða vöðvana sem ég nota ekki í verkefnið sem eru allir vöðvar ofan mittis. Þeir rýrna á svona löngu hlaupi. Síðan er meltingin viðkvæmari. Ég fæ niðurgang og smásýkingar mun auðveldar. Hef það í huga á næstunni þegar fer að hitna meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2018 | 19:01
Dagur 78
Dagurinn byrjaði mjög vel. Fór í videoupptöku þar sem teknar voru af mér myndir og video fyrir sjónvarpstöðvar. Drónar elltu mig í smá tíma og tóku vídeo af mér. Mjög gaman að því. síðan Fljótlega fór allt í vesen. Fljótlega eftir að ég skidi við myndatökufólkið þá skall á gríðarleg rigning og þrumuveður eins og það gerist verst í Miami. Og á sama tíma fékk ég í magann. Komst heim. Maginn að komast í lag en veðrið er enn bandbrjálað. Spáin er betri á morgun 1404 km komnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2018 | 20:31
Dagur 77
Mun hressari. Farið að styttast í að ég fari á hjólið. Mun kljúfa 1400 km múrinn á morgun. 1386 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2018 | 20:33
Dagur 76
Einhver þreyta í mér. Ekkert stress samt. Verð örugglega fínn á morgun. 1368 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2018 | 21:52
Matur á svona löngum leiðum
Matur á svona gríðarlega löngu álagi sem stendur yfir marga mánuði mest allan daginn og næstum 10 þúsund kílómetra skiptir miklu máli. Mín strategia er að hafa matinn eins fjölbreittan og ég get. Grænmeti og fisk og kjöt. Bananar eru gríðarlega góðir í svona. Ég tók uppá því að fá heimsendann mat frá amazon. Amazon eru með viðskipti við whole foods núna og ég kaupi allan mat þar. Fæ hann heimsendan á þeim tíma sem ég get tekið á móti honum. Vökvi skiptir líka miklu máli.Í miklum hita eins og ég er í núna skiptir vökvi miklu máli og sölt. Söltin halda vökvanum í líkamanum og eru vörn fyrir krampa. Eg er búinn að hlaupa yfir núverandi heimsmet 1350 km vegalengd á mataræðinu mínu. Ég grennist ekki enda er það ekki markmið í sjálfu sér. Að grennast þýðir að maður er að borða minna en maður þarf og á svona langri leið þýðir það að það er þá meiri hætta á meiðslum eða að verða of þreyttur til að halda áfram. Sumir vilja gera lítið úr því sem ég er búinn að gera af því að ég er ekki tálgaður eins og fangi í útrýmingarbúðum eftir allt þetta. En ég lít á þetta allt öðruvísi. Ég er ekki að þessu til þess að grennast. Ég er að þessu af því ég get þetta og enginn á jörðinni hefur nokkurn tíma gert þetta áður. Fituprósentan mín skiptir ekki nokkru máli. Eða hver var fituprósenta Alberts Einsteins? Hver var fituprósenta Eijólfs sundkeppa. Eða mannsins sem fór fyrstur á Everest. Ekki hugmynd um fituprósentur þessarra manna en ég veit afrek þeirra og þau skipta máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2018 | 18:52
Dagur 75
gleymdi gatoratinu þanng að ég varð fyrir smá vökvatapi. Drekk bara meira í dag til að bæta það upp. 1350 km komnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2018 | 19:58
Dagur 74
Rigning og hált. Datt á leiðinni en slapp við meiðsli sem betur fer.Fyrir utan marblett bara hress 1332 km komnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2018 | 21:59
Hjólastrategían.
Ég byrja að hjóla 1 mai. Er að skipuleggja hjólið. hjólið sem ég mun nota er TT hjól. Spezialized Shiv TT hjól. Sama hjól og ég notaði á strandvegahringnum. Varahjól ef Shiv klikkar er sama og ég notaði í hringnum líka sem varahjól. Trek 520 touring hjól. Ég vill helst ekki vera mikið að hjóla eða vera utandyra yfirleitt í júlí vegna hita. Júlíhitinn er 40 gráður og 100% raki sem er hættulegt fyrir mig og alla aðra nema mjög stuttan tíma í einu. Þannig að ég verð að klára 6000 km hjólalegg á 2 mánuðum. Sem þýðir að 100 km er lágmark per dag alla daga. Stefnan er að nota fyrstu vikuna í að finna út þá vegalengd sem ég þoli vel yfir langan tíma. Síðast þegar ég mældi það var um jólin. Þá var ég að hjóla 140 km á dag í nokkra daga í röð og fanst það bara fínt.En núna er ég búinn að hlaupa 1500 km áður en ég sest á hjólið þannig að vegalengdin per dag getur breist. Allavega. 100 km er lágmarksvegalengdin per dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Eggert Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar