Matur á svona löngum leiðum

Matur á svona gríðarlega löngu álagi sem stendur yfir marga mánuði mest allan daginn og næstum 10 þúsund kílómetra skiptir miklu máli. Mín strategia er að hafa matinn eins fjölbreittan og ég get. Grænmeti og fisk og kjöt. Bananar eru gríðarlega góðir í svona. Ég tók uppá því að fá heimsendann mat frá amazon. Amazon eru með viðskipti við whole foods núna og ég kaupi allan mat þar. Fæ hann heimsendan á þeim tíma sem ég get tekið á móti honum. Vökvi skiptir líka miklu máli.Í miklum hita eins og ég er í núna skiptir vökvi miklu máli og sölt. Söltin halda vökvanum í líkamanum og eru vörn fyrir krampa. Eg er búinn að hlaupa yfir núverandi heimsmet 1350 km vegalengd á mataræðinu mínu. Ég grennist ekki enda er það ekki markmið í sjálfu sér. Að grennast þýðir að maður er að borða minna en maður þarf og á svona langri leið þýðir það að það er þá meiri hætta á meiðslum eða að verða of þreyttur til að halda áfram. Sumir vilja gera lítið úr því sem ég er búinn að gera af því að ég er ekki tálgaður eins og fangi í útrýmingarbúðum eftir allt þetta. En ég lít á þetta allt öðruvísi. Ég er ekki að þessu til þess að grennast. Ég er að þessu af því ég get þetta og enginn á jörðinni hefur nokkurn tíma gert þetta áður. Fituprósentan mín skiptir ekki nokkru máli. Eða hver var fituprósenta Alberts Einsteins? Hver var fituprósenta Eijólfs sundkeppa. Eða mannsins sem fór fyrstur á Everest. Ekki hugmynd um fituprósentur þessarra manna en ég veit afrek þeirra og þau skipta máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Eggert Guðmundsson

Höfundur

Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Ég er að taka lengstu þríþraut í heimi samkvæmt Guinness. alls 6649 km. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband