17.3.2018 | 23:13
Kælikerfi
Hér í flórída er oft heitt og hiti er mest hamlandi faktrorinn í hlaupi og hjólreiðum úti. Þess vegna er planið hjá mér að klára hjólið og hlaupið í endan júní eða byrjun júlí. Og synda í innisundlaug á heitasta tímanum í júlí og ágúst. Þótt ég verði inni að synda í mesta hitanum munu næstu mánuðir vera mjög heitir og rakir. Ég er með allskonar kerfi til þess að eiga við hita. Ég passa upá sölt sem halda vatni í líkamanum. Undir venjulegum kringumstæðum þá þarf ekkert að hugsa um sölt en þegar hitinn er kominn yfir 30 stig og 100% raki þá fer salt inntaka að skipta lykil máli. Síðan er ég með derhúfu á höfðinu og í henni er ég með innlegg sem sett er í hana og kælir mig niður. Þegar ég byrja að hjóla mun ég vera með TT hjálm með þessu kæliefni líka. Ef ég lendi í hitavandræðum þrátt fyrir að vera með þessar kæliaðferðir þá er ég með nýja aðferð til vara. Það er búningur með bakpoka. i búningnum er vatnsrörakerfi sem fer í gegnum kælibúnað í bakpokanum sem gengur fyrir rafmagni. Rafmagnið er knúið áfram að batteríi sem dugar á einni hleðslu í 4 tíma. Ég þyrfti líklega 2 svona galla. Ég hef á tilfinningunni að ég þurfi ekki að nota gallann fyrr en rétt í lokin þegar hitinn er farinn að nálgast 40 stig á morgnana.
Um bloggið
Jón Eggert Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.